FréttirSkrá á póstlista

18.06.2018

Bilun í Akurey AK

Það óhapp varð um fimmleytið í nótt sem leið að svokölluð undirlyftustöng í aðalvélinni á ísfisktogaranum Akurey AK brotnaði. Varðskipið Þór er nú að draga Akurey til hafnar og verða skipin komin til Reykjavíkur um hádegisbilið á morgun. 

Að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra var togarinn staddur í kantinum norður af Patreksfirði er óhappið varð. Rúmur sólarhringur var eftir á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins. Besta veður er á svæðinu og vel gekk að koma dráttartaug fyrir á milli Akureyjar og Þórs.

Gísli Jónmundsson, skipaeftirlitsmaður hjá HB Granda, segir að fljótlega eftir óhappið hafi verið drepið á aðalvélinni. Vélstjórar skipsins hafi kannað hvort orðið hafi meiri skemmdir en þeir séu vongóðir um að svo sé ekki. Gangi allt að óskum ætti viðgerð að ljúka á miðvikudaginn. 
 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir