FréttirSkrá á póstlista

04.06.2018

Deris S.A. – fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosour S.A. selt

HB Grandi hf. á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. í Síle. Deris á sjávarútvegsfélögin Friosur og Pesca Chile. Félögin gera út tvo frystitogara, tvö línuskip sem frysta aflann, þrjá ísfisktogara og reka eitt fiskiðjuver. Að auki átti Deris fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosur S.A. sem rekur fiskeldisstöðvar og vinnslu í Síle. Nú hefur Deris selt Salmones Frisour S.A. og var söluverðið 229 milljónir USD eða um 195 milljónir evra.

Bókfært verð eignar HB Granda hf. í Deris S.A. var 24,5 m€ í lok mars 2018 og þar af 15,7 m€ vegna eignarhlutarins í Salmones Frisour S.A.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir