FréttirSkrá á póstlista

01.06.2018

Velkomin á Fjölskylduhátíð HB Granda á sjómannadaginn

Fjölskylduhátíðin Hátíð hafsins verður að vanda haldin í Reykjavík um sjómannadagshelgina 2. til 3. júni nk. Líkt og fyrr kemur HB Grandi að hátíðarhöldunum með veglegum hætti á sjálfan sjómannadaginn með Fölskylduhátíð HB Granda og verður hátíðarsvæðið á Norðurgarði opnað kl. 13 þann dag..

Á Hátíð hafsins, sem orðin er ein fjölsóttasta útihátíð landsins ár hvert og HB Grandi styrkir með öflugum hætti, er lögð áhersla á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins í bland við góða skemmtun. Það eru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð Reykjavíkur sem standa að hátíðinni. Hún er í raun sameining tveggja hátíða, þ.e.a..s. Hafnardeginum, sem er á laugardaginn, og Sjómannadeginum, sem er nk. sunnudag.

Fjölskylduhátíð HB Granda

Til að fagna sjómannadeginum býður HB Grandi til fjölskylduhátíðar á athafnasvæði félagsins við Norðurgarð. Hátíðarsvæðið verður opnað kl. 13. 

Boðið verður upp á fiskismakk, súpu, pylsur, kökur, kleinur og fleira góðgæti. Andlitsmálun verður fyrir börnin og blöðrudýr verða á svæðinu. Frábærir skemmtikraftar sjá um  fjöruga dagskrá og hefjast skemmtiatriðin kl. 14 með því að Leikhópurinn Lotta stígur á svið. Hálftíma síðar er röðin komin að Sjómannadagsfiskum, kl. 15 tekur Góði úlfurinn, sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, við hljóðnemanum og botninn í skemmtunina slá svo þeir JóiPé og Króli. Dagskrárlok eru áformuð kl. 16.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir