FréttirSkrá á póstlista

11.02.2018

Óvissa framundan

Uppsjávarveiðiskipin Venus NS og Víkingur AK áttu bæði að koma til Vopnafjarðar með kolmunnaafla í gærkvöldi. Aflinn fékkst syðst í færeysku lögsögunni og að sögn Hilmars Kárasonar, 2. stýrimanns á Venusi, hafa aflabrögðin verið treg.


,,Kolmunninn er greinilega að ganga suður eftir til hrygningar og aflabrögðin eru nú mun betri í írsku lögsögunni en þeirri færeysku. Við vorum að fá um 150 tonna afla á sólarhring og Víkingur var með svipaðan afla. Reyndar var aflinn enn tregari síðasta sólarhringinn,” segir Hilmar en hann segir afla Venusar í veiðiferðinni vera um 650 tonn.


Venus átti að vera kominn til Vopnafjarðar um kvöldmatarleytið og Víkingur nokkru síðar. Hilmar segir óvissu ríkja um framhaldið.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir