FréttirSkrá á póstlista

09.02.2018

Öryggishandbók fyrir fiskvinnslur

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa gefið út öryggishandbók á netinu sem er ætlað að vera uppflettirit fyrir starfsfólk sem sinnir öryggismálum í fiskvinnslum.

Öryggishópur SFS sá um gerð bókarinnar með dyggri aðstoð Dóru Hjálmarsdóttur sérfræðings hjá Verkís sem sá um uppsetningu og ritun. Í öryggishóp SFS eru starfsmenn frá tíu sjávarútvegsfyrirtækjum um landið og þrír starfsmenn SFS.  „Það er frábært að öryggishandbók fyrir fiskvinnslur sé orðin að veruleika, við stefnum öll að sama marki, að auka öryggi og fækka slysum. Bókin er góður grunnur til að styðjast við á þeirri vegferð,“ segir J. Snæfríður Einarsdóttir forstöðumaður öryggismála hjá HB Granda og formaður öryggishóps SFS.

Öryggishandbókina má finna á eftirfarandi link http://www.sfs.is/grein/oryggishandbokin-saekja

Nýjustu fréttir

Allar fréttir