FréttirSkrá á póstlista

29.12.2017

Ottó N. Þorláksson RE seldur til Vestmannaeyja

HB Grandi hefur selt ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson RE 203 til Ísfélags Vestmannaeyja. Söluverðið er 150 milljónir króna og verður það greitt við afhendingu sem fer fram eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Ottó N. Þorláksson var smíðaður árið 1981 í Garðabæ og hefur skipið reynst afburðar vel.


Á meðfylgjandi mynd handsala Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, kaupsamninginn.


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir