FréttirSkrá á póstlista

08.12.2017

HB Grandi hlýtur loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu

Viðurkenningar fyrir árangur í loftslagsmálum voru afhentar á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu sem haldinn var nú í morgun.

Afhentar voru þrjár viðurkenningar, Loftlagsviðurkenning, Hvatningarviðurkenning og viðurkenning fyrir upplýsingamiðlun og fræðslu um loftlagsmál. HB Grandi hlaut Loftslagsviðurkenningu, en Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda tók við henni í Hörpu fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson, Borgarstjóri og Fanney Karlsdóttir formaður Festu afhentu viðurkenningarnar og nefndu sérstaklega kolefnisbókhald HB Granda sem sýnir 5% lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda milli ára, þá ákvörðun að HB Grandi hafi alfarið hætt notkun svartolíu og sorpflokkunarstöðvar fyrirtækisins sem eru á öllum starfsstöðvum félagsins.

„Það er okkur heiður að taka á móti þessari viðurkenningu. Loftslagsmál og umhverfismál almennt hafa lengi vel verið okkur mikilvæg og í raun grunnurinn af okkar starfsemi“, sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda við móttöku viðurkenningarinnar.

Viðurkenningarnar þrjár voru veittar í fyrsta skiptið nú í ár, en auk Loftslagsviðurkenningarinnar sem HB Grandi fékk, hlaut ISAVIA Hvatningarviðurkenningu, vefurinn loftslag.is hlaut viðurkenningu fyrir Upplýsingamiðlun og fræðslu um loftslagsmál en vefurinn hefur frá árinu 2009 miðlað efni um loftslagsmál.


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir