FréttirSkrá á póstlista

19.09.2017

Heimsóknir frá ráðstefnugestum World Seafood Congress

Mikið var um heimsóknir í Norðurgarð í síðustu viku vegna World Seafood Congress. Ráðstefnugestum var boðið á morgunverðarfund hjá HB Granda í Marshallhúsinu síðastliðinn þriðjudag. Eftir fundinn stóð gestunum einnig til boða að skoða flokkunarstöðina Svaninn og botnfiskvinnslu HB Granda. 

Á fimmtudag voru tvær heimsóknir ráðstefnugesta. Tekið var á móti gestum frá Kanada og Nýfundnalandi fyrir hádegi í Norðurgarði, en í hádeginu var meðal annarra tekið á móti ráðherrum frá Kosta Ríka, Grænhöfðaeyjum og Malasíu. HB Grandi og Brim stóðu að heimsókninni í samstarfi við Matís. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hélt kynningu á fiskveiðistjórnunarkerfinu og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri kynnti starfsemi HB Granda fyrir gestum.
Gestirnir voru áhugasamir um íslenskan sjávarútveg og mynduðust skemmtilegar umræður að loknum kynningum.  


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir