FréttirSkrá á póstlista

29.06.2017

Móttökuathöfn Akureyjar AK 10

„Endurnýjun flotans hefur jákvæð áhrif á reksturinn að mörgu leyti. Við höfum verið með nokkur skip úr sitthvorri áttinni, en nú erum við komin með eins skip með eins vélar, þannig að þetta mun auðvelda og létta allt viðhald á þeim“, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Akurey Ak 10, nýr glæsilegur ísfisktogari HB Granda kom til heimahafnar á Akranesi þann 20. júní síðastliðinn. Boðið var til móttökuathafnar við Akraneshöfn að því tilefni síðasta föstudag og gafst fólki þá tækifæri til að skoða skipið. „Það hefur geysilega mikla þýðingu að vera með nýjan skipastjól. Glæsileg skip sem eru svo fullkomin að þau eru nánast eins og fljótandi tölvur“, segir Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er allt annað starf að vera sjómaður á þessum skipum og betra að vita af fólkinu sínu á svona skipi“.
Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, Eirík Jónsson, skipstjóra á Akurey AK 10 og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir