FréttirSkrá á póstlista

24.06.2017

Móttökuathöfn vegna komu Akureyjar AK

Í gær var haldin móttökuathöfn vegna komu ísfisktogarans Akureyjar AK til landsins. Athöfnin fór fram í heimahöfn skipsins á Akranesi kl.15 með því að Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, bauð gesti velkomna.

Dagskrá móttökuathafnarinnar var að öðru leyti sem hér segir:
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti ávarp. Að því loknu flutti karlakórinn Svanir eitt lag. Því næst tók Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, til máls og flutti stutt ávarp. Þá kom að því að Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna Vilhjálmssonar, sem gegndi stjórnarformennsku hjá HB Granda til dauðadags, gaf skipinu nafn. Að því búnu blessaði séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, skipið. Eftir blessun söng karlakórinn Svanir svo að nýju.
Í lok athafnarinnar gafst gestum kostur á að skoða skipið og þiggja veitingar um borð. Samúel Þorsteinsson flutti við sama tækifæri nokkur lög um borð í skipinu.
Akurey AK var svo til sýnis fyrir bæjarbúa og aðra eftir að móttökuathöfninni lauk formlega.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir