FréttirSkrá á póstlista

13.06.2017

Fjölmenni á fjölskylduhátíð HB Granda

Fjöldi fólks heimsótti hátíðarsvæði HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík á sjómannadeginum. Fjölbreytt skemmtidagskrá var að vanda í boði en auk þess var boðið upp á ýmsar veitingar og andlitsmálun fyrir hátíðargesti.

Fjölskylduhátíðin laðar að fjölda fólks og er hún haldin á athafnasvæði HB Granda við Norðurgarð ár hvert. Að þessu sinni bauð HB Grandi einnig upp á ókeypis sýningar í Hörpu á nýju heimildarmyndinni um ísfisktogarann Ásbjörn RE.

Kristján Maack ljósmyndari var á ferð með myndavélina um helgina og tók myndir af frumsýningargestum í Hörpu á laugardag og af hátíðarsvæði HB Granda á sjómannadeginum.

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir