FréttirSkrá á póstlista

03.05.2017

Ákveðið að ganga til samninga um smíði frystitogara

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni.

Samningsupphæðin mun liggja nærri 5 milljörðum króna. Áætlað er að gangi samningar eftir muni skipið verða afhent á árinu 2019.

Sjá einnig frétt þann 30.3.2017 þar sem tilkynnt er að félagið hafi ákveðið að bjóða út smíði nýs frystitogara.

Nýjustu fréttir

31.12.2019

Gleðilegt ár

24.12.2019

Gleðileg jól

Allar fréttir