FréttirSkrá á póstlista

24.04.2017

Móttökuathöfn Engeyjar RE 91

„Endurnýjun flotans er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið, það mun draga úr viðhaldskostnaði og auka gæði afla, stórbætir aðbúnað áhafnar um borð og vinnsluaðstöðu. Það var kominn tími á þetta og nauðsynlegt að endurnýja gömul skip,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.

Engey RE 91, nýji glæsilegi ísfisktogari HB Granda kom til heimahafnar í Reykjavík þann 7. apríl síðastliðinn. Boðið var til móttökuathafnar við Norðurgarð að því tilefni og gafst fólki sömuleiðis tækifæri til að skoða skipið. Fjölmargir nýttu sér tækifærið og skoðuðu skipið í heimahöfn.

„Þetta skip gerir okkur íslendinga stolta, þetta er góður vinnustaður,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra. „Hvernig sem á málið er litil þá er þetta gríðarlega mikill hamingjudagur fyrir íslenska þjóð að fá skipið hingað heim“.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er meðal annars rætt við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, Birki Hrannar Hjálmarsson, útgerðarstjóra Ísfiskskipa, Friðleif Einarsson, skipsstjóra á Engey RE 91, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra. 


Nýjustu fréttir

Allar fréttir