FréttirSkrá á póstlista

29.03.2017

Ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness

Á fundi trúnaðarmanna HB Granda og forsvarsmanna HB Granda á Akranesi 29. mars 2017, um áform félagsins að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi kom fram fullur vilji hjá forsvarsmönnum HB Granda um að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness í samræmi við viljayfirlýsingu hennar frá 28. mars 2017. Reynt verður að ljúka þessum viðræðum sem fyrst. Náist ekki jákvæð niðurstaða þá verður að óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi hætt þann 1. september 2017.Viljayfirlysing bjarstjornar Akraness til HB Granda_28. mars 2017.pdf

Nýjustu fréttir

Allar fréttir