FréttirSkrá á póstlista

07.03.2017

Fiskur í matinn - Norðanfiskur með nýja vörulínu

Norðanfiskur, dótturfélag HB Granda, hefur hafið kynningu á nýrri vörulínu sem kallast Fiskur í matinn. „Íslendingum býðst nú að kaupa ferskan fisk frá Norðanfiski í neytendavænum umbúðum sem auðvelt er að elda. Þær fisktegundir sem verða í boði eru bleikja, gullkarfi, lax, ýsa og þorskur. Vonast er til að með þessu verði hægt að auka neyslu Íslendinga á fiski og um leið auka þekkingu landsmanna á gullkarfa og hversu góður matfiskur hann er,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Að sögn Vilhjálms tekst Norðanfiskur á við virkilega spennandi verkefni með þessari vörulínu sem breikkar enn vöruúrval fyrirtækisins. 

Hægt er að nálgast Fisk í matinn í Bónus og er vörulínan nú þegar komin í verslanir. Samhliða setti Norðanfiskur nýja heimasíðu í loftið fiskurimatinn.is, en þar má finna úrval af girnilegum fiskuppskriftum ásamt fróðleik um þessa góðu matfiska.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir