FréttirSkrá á póstlista

19.01.2017

Nýsköpunarverkefni um nýtingu þorskroðs

Stjórn HB Granda hefur undirritað viljayfirlýsingu um að taka þátt í að koma upp vinnslu til að vinna kollagen prótein úr þorskroði ásamt Samherja hf., Vísi hf., Þorbirni hf. og Codlandi ehf.
Gangi þetta eftir verður hlutur HB Granda 21,8% og mun félagið leggja verkefninu til um 150 milljónir króna. Frumhönnun og mat kostnaði liggur fyrir og er gert ráð fyrir að ráðist verði í byggingu undir starfsemina sem verður á Reykjanesi, í sumar. Nánari upplýsingar um verkefnið má lesa í meðfylgjandi fréttatilkynningu frá Codlandi ehf.

HB Grandi Samherji Visir Thorbjorn og Codland sameina krafta sina i heilsuvoruhusi.pdf

Nýjustu fréttir

Allar fréttir