FréttirSkrá á póstlista

22.12.2016

HB Grandi gefur 5 milljónir króna í neyðarsöfnun

HB Grandi hefur gefið fimm milljónir króna í neyðarsöfnun sem nú stendur yfir á vegum UNICEF á Íslandi vegna hörmunganna sem nú ríkja í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fleiri en 200 börn á látast þar á dag úr vannæringu. 
 
Í tilkynningu frá UNICEF, sem er Barnahjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna, segir að með styrknum frá HB Granda hafi nú safnast rúmlega 20 milljónir króna í neyðarsöfnuninni. Framlögin fari í að meðhöndla vannærð börn og veita veikum börnum lyf, auk þess sem áhersla sé lögð á að fyrirbyggja að fleiri börn verði vannærð. Með réttri meðhöndlun í tæka tíð megi koma í veg fyrir 99% dauðsfalla hjá vannærðum börnum á svæðinu.
 
„HB Grandi á langa viðskiptasögu við Nígeríu í tengslum við útflutning á sjávarafurðum og því er þetta rausnarlega framlag þeirra einstaklega gleðilegt. Við erum HB Granda mjög þakklát fyrir stuðninginn. Tíminn er naumur og hver mínúta skiptir máli. Gjöf eins og þessi mun því veita okkur ómetanlega hjálp við að bjarga lífi barna,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. 

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir