FréttirSkrá á póstlista

14.12.2016

HB Grandi er einn af bakhjörlum GSSI

Á dögunum var frá því greint að HB Grandi og önnur fimm fyrirtæki á sviði sjávarafurða hefðu gerst bakhjarlar (funding partners) samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi. Auðvelda þannig samanburð og efla traust og stuðla þannig að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávaarafurðir.
 
Auk HB Granda voru það fyrirtækin Mariner Seafood í Bandaríkjunum, Cabomar á Spáni, rússneska eldisfyrirtækið Norebo, Klaas Puul í Hollandi og grænlenska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Royal Greenland sem voru samþykkt sem bakhjarlar GSSI. Fyrir voru 40 bakhjarlar, m.a. stórar smásölukeðjur og ýmsir framleiðendur sjávarafurða. Öll fyrirtæki sem eiga aðild að GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni, sem standast GSSI úttekt, þegar kemur að sölu sjávarafurða.
 
,,Hvað okkur varðar er aðildin að GSSI einstakt tækifæri til að vinna með alþjóðlegum hagsmunaðilum og drifkraftur til að auka sjálfbærni á sviði sjávarafurða,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, þegar ákvörðun GSSI lá fyrir.
 
Þá má geta þess að í nóvember sl. var vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða, sem nefnist Iceland Responible Fisheries, viðurkennt af sérfræðingum GSSI. Með því er staðfest að verkefnið stóðst allar lykilkröfur sem gerðar eru til fiskveiðistaðla og verklag samkvæmt alþjóðlegum kröfum.
 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir