FréttirSkrá á póstlista

25.11.2016

Sjávarútvegsráðstefnan 2016

HB Grandi er einn aðalstyrktaraðila Sjávarútvegsráðstefnunnar, sem nú er í gangi í Hörpu. Hún er haldin nú í 7. skipti og hefur hún farið stækkandi ár frá ári. Markmið hennar er að „ná saman á einum stað þversneið af íslenskum sjávarútvegi til að vinna að framförum og sókn“.
Nokkrir fulltrúar HB Granda eru með erindi á ráðstefnunni; þau Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs, Sólveig Arna Jóhannesdóttir markaðsstjóri botnfiskafurða, Gísli Kristjánsson framleiðslustjóri í Reykjavík og Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Venusi. Garðar fjallar um grænu skrefin í fiskimjölsvinnslu, Sólveig um viðhorf, ímynd og hagsmuni, Gísli um sjálfvirknivæðingu í fiskvinnslu, og Guðlaugur um leitarmynstur við loðnuleit.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og umfjöllunarefni hennar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar (www.sjavarutvegsradstefnan.is). Þar má einnig sækja glærukynninar frá ráðstefnunni í ár, sem og fyrri ár. 

 

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir