FréttirSkrá á póstlista

09.08.2016

700 manns á vel heppnaðri fjölskylduhátíð HB Granda

,,Fjölskylduhátíðin gekk mjög vel og líkt og undanfarin ár þá lék veðrið við okkur og sólin skein skært,“ segir Kristín Helga Waage Knútsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra HB Granda, um hátíðina sem fram fór um helgina.

Það er orðinn fastur liður í starfsemi HB Granda að starfsfólki og fjölskyldum þeirra er boðið til hátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal helgina eftir verslunarmannahelgi. Að þessu sinni mættu um 700 manns í garðinn og segist Kristín Helga vera ánægð með hvernig til tókst. 
 
,,Líkt og á fyrri fjölskylduhátíðum fengu öll börn, 13 ára og yngri, dagpassa í leiktækin. Boðið var upp á andlitsmálun og blöðrudýr og allir fengu grillaðar pylsur og ís. Við komuna í garðinni fengu öll börn sömuleiðis HB Granda buff gefins en sem betur fer var lítil sem engin þörf fyrir þau í því blíðskaparveðri sem var í Reykjavík um helgina,“ segir Kristín Helga Waage Knútsdóttir.


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir