FréttirSkrá á póstlista

26.07.2016

Hafnarnes VER hf. og HB Grandi hf. hafa gert kaupsamning um aflahlutdeildir

HB Grandi hefur fest kaup á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1600 þorskígildistonna á kr. 3.950 milljónir af Hafnarnes VER, Þorlákshöfn.

Ríflega helmingur aflaheimildanna er í þorski og er félagið með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla til annarra starfstöðva félagsins.

Aflahlutdeild HB Granda fer því úr um 43.800 þorskígistonnum í um 45.400 þorskígildistonn eða úr 10,7% af heildaraflahlutdeild í 11,1%.

Með þessum viðskiptum greiðir Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum.

Unnið hefur verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Sala aflaheimildanna var nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir