FréttirSkrá á póstlista

15.07.2016

Fá 500 til 600 tonn í veiðiferð

Lokið var við að landa úr Venusi NS á Vopnafirði sl. miðvikudag, alls rúmlega 600 tonnum eftir tvo sólarhringa á veiðum, og nú er Víkingur AK í höfn með sambærilegt magn, eftir svipaða útiveru.

,,Við komum aftur á miðin í morgun og erum búnir að taka eitt rúmlega 100 tonna hol,“ sagði Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Venusi, er rætt var við hann síðdegis í gær. Að sögn Guðlaugs hefur verið frekar rólegt yfir makrílveiðunum við SA ströndina og til þess að gera fá skip farin til veiða.

,,Þetta hlýtur þó að fara að koma og skipunum að fjölga,“ segir Guðlaugur en að hans sögn bar svolítið á að síld væri í aflanum í síðustu veiðiferð.

,,Við fórum því dýpra núna í von um að sleppa við síld sem aukaafla með makrílnum. Meðalvigtin hjá okkur fram að þessu hefur verið um 370 til 400 grömm en makríllinn ætti að fitna hratt úr þessu,“ segir Guðlaugur Jónsson.

Um hálfur mánuður er síðan makrílvertíðin hófst hjá skipum HB Granda og á þeim tíma hefur Venus landað afla þrisvar sinum á Vonafirði. Algengur afli hefur verið um 500 til 600 tonn eftir um tvo sólarhringa á veiðum.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir