FréttirSkrá á póstlista

25.04.2016

Framboð til stjórnar HB Granda hf.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar (pdf skjal).

Eftirtaldir einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar HB Granda hf. á framhaldsaðalfundi félagsins 28. apríl 2016.

Albert Þór Jónsson
Anna G. Sverrisdóttir
Halldór Teitsson
Hanna Ásgeirsdóttir
Kristján Loftsson
Rannveig Rist
Þórður Sverrisson

Krafa um margfeldiskosningu

Stjórn HB Granda hf. hefur borist krafa frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna um að framkvæmd verði margfeldiskosning er kosið verður til stjórnar HB Granda hf. á framhaldsaðalfundi félagsins 28. apríl 2016. Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið.

Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti: Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.

Ákvæði um kynjahlutföll í samþykktum HB Granda

Grein 5.1: Aðalfundur félagsins kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins. Stjórnarkjör er því aðeins gilt að kynjahlutföll í stjórn sé sem jafnast og skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Um hæfi þeirra fer að lögum.

Grein 5.2: Verði niðurstaða kosninga í stjórn félagsins þannig að kynjahlutföll skv. gr. 5.1 náist ekki telst kosning ógild og skal þá fresta stjórnarkjöri til framhaldsaðalfundar sem haldinn skal innan mánaðar og auglýstur sérstaklega með sama hætti og hluthafafundir. Skal stjórnarkjör endurtekið með sama hætti svo oft sem þarf, þar til kynjahlutföllum er náð.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifstofu félagsins og með því að smella hér.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir