FréttirSkrá á póstlista

22.03.2016

Góður afli á vertíðarsvæðinu við Lófót

Frystitogarinn Þerney RE hefur undanfarinn mánuð verið að veiðum í norskri lögsögu. Ægir Fransson skipstjóri reiknar með að hætta veiðum á morgun og setja stefnuna þá á að ljúka veiðiferðinni á Íslandsmiðum. Aflinn nú er um 1.000 tonn af fiski upp úr sjó.

,,Við byrjuðum veiðiferðina á Fugleyjarbankanum og í kantinum þar austur af en færðum okkur síðan suður á vertíðarsvæðið við Lófót. Það var töluvert um ýsu áður en þorskveiðin byrjaði fyrir alvöru en við megum vera með 30% af ýsu sem aukaafla,“ segir Ægir en að hans sögn er þorskurinn rígvænn.

Ægir segir að Þerney verði í höfn um næstu mánaðamót og því sé gert ráð fyrir að enda veiðiferðina á heimamiðum. Frá Lófót og á Austfjarðamið sé um tveggja og hálfs til þriggja sólarhringa sigling.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir