FréttirSkrá á póstlista

07.03.2016

HB Grandi kynnir starfsemi sína í Boston

Þessa dagana stendur sjávarútvegssýningin í Boston yfir. Líkt og undanfarin á tekur HB Grandi þátt. 

,,Íslandsstofa og viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku standa fyrir sameiginlegum bási sem við erum þátttakendur á. Markmiðið með þátttöku í sýningunni er bæði að hlúa að núverandi samstarfsaðilum á mörkuðum í Norður-Ameríku og að hitta nýja aðila," segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstóri HB Granda, sem er í Boston ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum félagsins.
 
Sjávarútvegssýningarnar í Boston eru hinar stærstu sinnar tegundar í Norður-Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár.  Markmiðið með þátttöku Íslandsstofu og íslenska sendiráðsins er að koma á viðskiptasamböndum og auka sölu í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta er fimmta árið í röð sem þessu verkefni er hrundið af stað og það unnið undir heitinu Fresh or Frozen – Sourcing from Iceland. 

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir