FréttirSkrá á póstlista

26.02.2016

Nýtt skipurit og breytingar í starfsmannahaldi

HB Grandi hefur ákveðið að leggja enn meiri áherslu á vinnuverndar- og öryggismál. Stefnt er að því að gera HB Granda að slysalausum vinnustað.
J. Snæfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin sem öryggisstjóri HB Granda og hóf hún störf 25. febrúar. Öryggistjóri heyrir beint undir forstjóra og markmið starfsins er að samræma öryggis- og vinnuverndarmál á vinnustöðvum HB Granda og lækka slysatíðni.
Snæfríður er vélfræðingur með sveinspróf í vélvirkjun, BA próf í sálfræði og er að klára MS í stjórnun og stefnumótun. Hún hefur m.a. verið til sjós, unnið í smiðju,  starfað í virkjun og hjá Vinnueftirlitinu og hefur því víðtæka þekkingu sem mun nýtast vel til að móta nýtt starf hjá HB Granda.

Aðrar breytingar í starfsmannahaldi:

Kristín Helga Waage Knútsdóttir starfsmaður starfsþróunardeildar HB Granda hefur færst til í starfi og mun hér eftir gegna hlutverki aðstoðarmanns forstjóra og viðburðastjóra. Kristín mun þó fyrst um sinn halda áfram að sinna ákveðnum verkefnum í starfsmannadeild.  Markmið með starfinu er að tryggja stuðning og eftirfylgni við verkefni forstjóra og halda utan um innanhúss og utanhúss viðburði félagsins. Kristín er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MS í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Fanney Þórðardóttir starfsmaður fjármálasviðs HB Granda hefur tekið við vefstjórn heimasíðu HB Granda. Fanney sinnir einnig uppsetningu og hönnun á fréttabréfinu Þúfu og gagna félagsins, markaðsefni og vinnuskjölum. Fanney útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Istituto Europeo di Design í Barcelona.

 

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir