FréttirSkrá á póstlista

04.01.2016

Aflaverðmæti skipa HB Granda tæpir 16,7 milljarðar

Afli skipa HB Granda var 15% meiri á nýliðnu ári en á árinu 2014 og munar þar mest um verulega aukningu á uppsjávarafla. Aflaverðmætið jókst á sama tíma um 9,5% eða um rúma 1,4 milljarða króna.

Þetta kemur fram í samantekt HB Granda fyrir árið með samanburði við árið 2014 (sjá nánar í töflu). Margt vekur athygli og er hér á eftir stiklað á helstu niðurstöðum.

Afli skipanna var alls tæplega 176 þúsund tonn á árinu og aflaverðmætið tæpir 16,7 milljarðar króna. Sem fyrr segir er skýringanna á aflaaukningu fyrst og fremst að leita í meiri afla uppsjávarskipanna. Stafar hann af auknum loðnukvóta milli ára. Afli uppsjávarskipanna jókst um tæp 25% á milli ára.

Afli frystitogara félagsins dróst saman um rúm 12% á árinu en lítið vantar upp á að aflaverðmætið sé hið sama milli ára.

Staðan hjá ísfisktogurum HB Granda hvað afla varðar er svipuð og árið á undan. Lítilsháttar aflaaukning varð milli ára, aflaverðmætið jókst um rúm 12%, fór úr tæpum 4,6 milljörðum í rúman 5,1 milljarð króna.

Í meðfylgjandi töflu sést betur hvernig skiptingin var milli einstakra útgerðarflokka í samanburði við árið á undan. Vert er að taka fram að aflaverðmæti frystitogaranna er miðað við FOB verð bæði árin og sömuleiðis gætu tölur breyst örlítið við endanlegt uppgjör fyrir síðustu landanir viðkomandi togara.

Afli og aflaverðmæti skipa HB Granda árið 2015:

2015 2014
Afli (tonn) Verðm. (þ. ISK) Afli (tonn) Verðm. (þ. ISK)
Uppsjávarskip
Faxi RE9 38.618 1.416.319 33.142 1.193.657
Ingunn AK 150 36.387 1.202.358 36.884 1.298.904
Lundey NS 14 30.808 1.151.342 32.534 1.173.878
Venus NS 150 22.146 824.445
127.959 4.594.464 102.560 3.666.439
Frystitogarar
Höfrungur III AK 250 7.379 2.554.367 7.367 2.280.527
Þerney RE 101 5.936 2.072.688 8.379 2.438.994
Örfirisey RE 4 8.215 2.325.555 8.748 2.286.161
21.530 6.952.611 24.494 7.005.682
Ísfisktogarar
Ásbjörn RE 50 6.723 1.326.514 6.186 1.132.073
Ottó N. Þorláksson RE 203 6.150 1.213.979 5.764 981.712
Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 6.458 1.290.899 5.933 1.097.649
Helga María AK 16 6.969 1.291.859 7.905 1.344.453
26.301 5.123.252 25.789 4.555.887
Samtals 175.790 16.670.327 152.843 15.228.008


Nýjustu fréttir

Allar fréttir