FréttirSkrá á póstlista

30.12.2015

Lánsfjármögnun þriggja ísfiskskipa lokið

HB Grandi hefur áður upplýst um samninga sem gerðir voru um smíði þriggja nýrra ísfisktogara fyrir félagið. Það er skipasmíðastöðin Celiktrans Deniz Insaat Ltd. Sti., Tuzla, Tyrklandi sem annast smíði togaranna en fyrir hefur stöðin smíðað tvö uppsjávarskip fyrir HB Granda. Nýju skipin munu leysa þrjá togara af hólmi sem nú eru í rekstri, Ásbjörn RE 50, Sturlaug H. Böðvarsson AK10 og Ottó N. Þorláksson RE 203. Með nýju skipunum eykst hagkvæmni í rekstri, þau munu eyða minni olíu, aflameðferð og nýting verður betri, rekstraröryggi eykst og viðhaldskostnaður mun lækka. Munu hin nýju skip bera heitin Engey RE 9, Akurey AK 10 og Viðey RE 50.

Félagið hefur nú gengið frá lánsfjármögnun skipanna við Íslandsbanka hf. og DNB Bank ASA ásamt endurfjármögnun á eldri lánum. Fjármögnunin er allt að fjárhæð EUR 55.000.000 sem dregið verður á í þremur hlutum og mun lánstími hvers ádráttar vera 5 ár. Gert er ráð fyrir að ádráttur lánsins og afborganir hvers lánshluta verði með eftirfarandi hætti:

  • Fyrsti ádráttur er allt að fjárhæð EUR 18.333.333 og mun eiga sér stað í nóvember 2016 samhliða afhendingu á fyrsta skipinu. Lánshlutinn verður endurgreiddur með 19 ársfjórðungslegum afborgunum að fjárhæð EUR 305.556 hver, auk lokagreiðslu að 5 árum liðnum að fjárhæð EUR 12.527.769.
  • Annar ádráttur er allt að fjárhæð EUR 18.333.333 og mun eiga sér stað í maí 2017 samhliða afhendingu á öðru skipinu. Lánshlutinn verður endurgreiddur með 19 ársfjórðungslegum afborgunum að fjárhæð EUR 305.556 hver, auk lokagreiðslu að 5 árum liðnum að fjárhæð EUR 12.527.769.
  • Þriðji ádráttur er allt að fjárhæð EUR 18.333.333 og mun eiga sér stað í nóvember 2017 samhliða afhendingu á þriðja skipinu. Lánshlutinn verður endurgreiddur með 19 ársfjórðungslegum afborgunum að fjárhæð EUR 305.556 hver, auk lokagreiðslu að 5 árum liðnum að fjárhæð EUR 12.527.769.
Lánssamningurinn ber breytilega vexti og eru núgildandi meðalvextir 2,4%.

Framangreindar dagsetningar geta riðlast ef dráttur verður á afhendingu skipanna. Mun hluta lánsins verða varið til endurfjármögnunar skammtímaskulda vegna áfallinna greiðslna í tengslum við smíðina.


Nánari upplýsingar veitir:
Jónas Guðbjörnsson fjármálastjóri, s. 858 1031. 

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir