FréttirSkrá á póstlista

23.12.2015

Fjölmenni við móttöku Víkings AK

Um 900 gestir skoðuðu Víking AK og nutu veitinga og tónlistar í kjölfar móttökuathafnar á Akranesi. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness fluttu ávörp, Steinunn Ósk, eiginkona Vilhjálms, gaf skipinu formlega nafn, Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur Akraneskirkju blessaði skipið og áhöfn þess og Karlakórinn Svanur söng tvö lög við móttökuathöfn sem haldin var á Akranesi síðastliðinn mánudag.

Félagarnir í Steinríki, Þorsteinn Bjarkason og Eiríkur Hafdal og tvíeykið, Arnar Jónsson og Steinþór Guðjónsson sáu síðan um tónlist um borð.

Áætlað er að Víkingur haldi til veiða um miðjan janúar. Víkingur er reyndar fjórða skipið í eigu Íslendinga sem smíðað er eftir sömu teikningunni og í sömu skipasmíðastöðinni. Hin skipin þrjú eru Börkur NK, Sigurður VE og Venus NS sem er einnig í eigu HB Granda og kom til Vopnafjarðar í vor.

HB Grandi mun nú gera út tvö nýsmíðuð skip, Venus NS og Víking AK, til uppsjávarveiða í stað fjögurra eldri skipa sem í dag hefðu verið 38 ára gömul að meðaltali.


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir