FréttirSkrá á póstlista

19.12.2015

Víkingur AK 100 kominn til heimahafnar

Víkingur AK 100 lagðist við bryggju á Akranesi í hádeginu í gær, föstudag, að lokinni 13 daga siglingu frá Tyrklandi. Skipið er hið seinna af tveimur uppsjávarskipum sem skipasmíðastöðin Celiktrans í Tyrklandi smíðaði fyrir HB Granda en fyrra skipið, Venus NS, kom til Vopnafjarðar í maí síðastliðnum.

Móttökuathöfn verður í Akraneshöfn á mánudaginn, 21. desember, og skipið síðan opið til skoðunar frá kl. 16:30-18:30.Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir