FréttirSkrá á póstlista

14.12.2015

Heimsigling Víkings AK gengur vel

,,Siglingin hefur gengið mjög vel. Við höfum verið með meðvind svo til alla leiðina og algengur siglingarhraði er um 13,5 til 14,0 mílur. Að öllu forfallalausu ættum við að vera í heimahöfn á Akranesi fyrir næstu helgi.“

Þetta sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, er rætt var við hann laust upp úr hádeginu. Skipið var þá statt suður af Írlandi en Albert stýrir Víkingi á heimsiglingunni frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Í áhöfninni eru alls sjö manns.

,,Við fórum frá Tusla við Istanbul að kvöldi 5. desember og sl. föstudag fórum við um Gíbraltarsund og út á Atlantshaf. Stefnan var þá sett á Lands End, suðvesturodda Englands í Cornwall, og framundan er sigling vestan við Írland beint til Akraness,“ sagði Albert Sveinsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir