FréttirSkrá á póstlista

04.12.2015

Reynslusigling Víkings AK gekk vel

Víkingur AK, hið nýja uppsjávarskip HB Granda, fór í reynslusiglingu í Tyrklandi í síðustu viku og gekk hún vel að sögn Þórarins Sigurbjörnssonar, skipaeftlitsmanns HB Granda í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul.

,,Það kom ekkert óvænt upp á í reynslusiglingunni og hún gekk eins og í sögu. Við reiknum með að skrifað verði undir nauðsynleg skjöl í dag. Það fer svo eftir tollayfirvöldum hvort skipið heldur úr höfn og siglir áleiðis til Íslands nk. sunnudag eins og að er stefnt,“ sagði Þórarinn Sigurbjörnsson.

Víkingur er systurskip Venusar NS sem smíðað var hjá sömu skipasmíðastöð og afhent var í maí sl. Skipstjóri á Víkingi verður Albert Sveinsson og mun hann sjá um að sigla skipinu heim. Von er á því að Víkingur verði kominn til heimahafnar á Akranesi vel fyrir jól.

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir