FréttirSkrá á póstlista

16.10.2015

Síldveiðin fer rólega af stað í Jökuldjúpinu

,,Það er mjög rólegt yfir þessu og lítið að sjá enn sem komið er. Við náðum þó rúmlega 400 tonnum í gær og óskastaðan er sú að geta farið til Vopnafjarðar með um 1.000 tonna afla,“ segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Venusi NS, en veiðar á íslensku sumargotssíldinni hófust í síðustu viku.

Er rætt var við Guðlaug var Venus í Jökuldjúpinu vestur af Faxaflóa og Snæfellsjökli. Auk hans voru Vilhelm Þorsteinsson EA og Bjarni Ólafsson AK á svipuðum slóðum en Ásgrímur Halldórsson SF var nýfarinn af miðunum.

,,Það var ágæt veiði hér aðeins norðar um daginn en hún stóð ekki lengi. Nú er ekki mikið að sjá en sú síld, sem við verðum varir við, liggur við botninn. Það verður ekki vart við neitt eftir að skyggja tekur,“ segir Guðlaugur en að hans sögn er síldin mjög góð. Meðalvigtin liggur á bilinu 300 til 330 grömm.

,,Það var meiri kraftur í veiðinni í byrjun vertíðar í fyrra en nú virðist allt vera mun seinna á ferðinni,“ segir Guðlaugur Jónsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir