FréttirSkrá á póstlista

05.10.2015

HB Grandi kaupir lóðir og húseignir á Akranesi

HB Grandi hefur fest kaup á 13 lóðum og lóðahlutum af Björgunarfélagi Akraness og Slysavarndardeildinni Líf alls um 2,5 hektarar. Félagið hefur þegar fengið lóðirnar afhentar.

HB Grandi hefur einnig fest kaup á húseignunum að Vesturgötu 1, 2 og 4 ásamt um 0,6 hektara lóðum af Eignarhaldsfélagi ÞÞÞ ehf. Afhending verður um áramótin.

Félagið leigði eina lóðanna og eitt þriggja húsanna en lóðirnar liggja að athafnasvæði félagsins á Akranesi. Heildarkaupverð er 135 milljónir króna.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir