FréttirSkrá á póstlista

24.08.2015

Starfsemi hafin í nýrri flokkunarstöð

Byrjað var að flokka sorp og annan úrgang í nýrri flokkunarstöð HB Granda á Norðurgarði í síðustu viku. Nýja stöðin er 230 fermetrar að stærð með stóru útisvæði fyrir gáma og þar er einnig rými fyrir veiðarfærageymslu félagsins.

Bygging flokkunarstöðvarinnar er í samræmi við þá stefnu stjórnar HB Granda að félagið verði leiðandi í umhverfismálum.

Einnig eru í gangi framkvæmdir við nýtt sameiginlegt vélaverkstæði fyrir útgerð og landvinnslu, sem og umbúðageymslu. Verkstæði útgerðar hefur verið í leiguhúsnæði í Bakkaskemmu og er staðsetning verkstæðis og veiðarfærageymslu liður í því að ná allri starfsemi félagsins inn á sama athafnasvæðið við Norðurgarð. Áætluð verklok við byggingu verkstæðis og umbúðageymslu eru í október nk.

Nánar verður fjallað um nýju flokkunarstöðina og aðrar framkvæmdir á Norðurgarði í ágústblaði Þúfu.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir