FréttirSkrá á póstlista

13.08.2015

Mikilvægi Rússlandsmarkaðar í rekstri HB Granda

Mikilvægi Rússlandsmarkaðar í rekstri HB Granda hefur aukist verulega á undanförnum árum. Árið 2014 stöfuðu til að mynda um 17% tekna félagsins frá viðskiptum við rússneska aðila. Staðgengismarkaðir fyrir helstu afurðir sem seldar eru til Rússlands eru ekki til staðar. Það blasir því við að muni innflutningsbann Rússlands ná til innfluttra sjávarafurða frá Íslandi mun töluverður hluti þess afla félagsins sem unninn er í frystar afurðir á Rússlandsmarkað verða unnin í mjöl og lýsi. Við það mun vinna við aflann minnka og störfum við vinnsluna fækka svo um munar auk þess sem verðmæti aflans mun lækka töluvert.

Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli. Árið 2014 námu tekjur félagsins 215 milljónum evra. Félagið á nú um 6 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir