FréttirSkrá á póstlista

10.08.2015

Fjölmenni í Laugardalnum

Árleg fjölskylduhátíð HB Granda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardalnum í Reykjavík var haldin í gær. Talið er að á áttunda hundrað manns hafi mætt í garðinn í blíðunni í boði HB Granda og þótti hátíðin takast vel að vanda.

Að sögn Kristínar Helgu Waage Knútsdóttur hjá starfsþróunardeild HB Granda, sem sá um skipulagningu fjölskylduhátíðarinnar, hefur sú hefð skapast að félagið býður starfsmönnum og fjölskyldum þeirra í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn aðra helgina í ágúst og hefur þetta framtak mælst vel fyrir.

,,Öll börn, 13 ára og yngri, fengu dagpassa í leiktækin í garðinum. Þess utan var boðið upp á andlitsmálun og börnin fengu gefins ýmiss konar blöðrufígúrur. Enginn þurfti heldur að fara svangur heim því í boði voru grillaðar pylsur og ís frá
ísbúðinni Valdísi á Grandagarðinum," sagði Kristín Helga Waage Knútsdóttir. 

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir