FréttirSkrá á póstlista

17.07.2015

Lundey NS komin á veiðar

Vegna bilana í aðalvél Lundeyjar NS dróst það um nokkra daga að skipið kæmist til makrílveiða. Að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra var vélin nýupptekin en stimpill brotnaði við gangsetningu.

,,Við þurftum að bíða í nokkra daga eftir varahlut og viðgerð en erum núna komnir á miðin,“ segir Albert en er rætt var við hann í dag var fyrsta holið, suður af Vestmannaeyjum, komið um borð.

,,Þetta eru um 30 tonn en við gætum þess að toga ekki meira en þrjá til í mesta lagi fimm tíma eftir að innkoma í trollið mælist. Þetta er fínasti fiskur og meðaltalið hjá okkur í þessu stutta holi fyrr í dag var um 390 grömm,“ segir Albert Sveinsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir