FréttirSkrá á póstlista

19.06.2015

Aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna - skrifstofur lokaðar eftir hádegi í dag

Í dag eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt. Dagsins er minnst um allt land með fjölbreytilegum hátíðarhöldum. Í tilefni dagsins verður öllum starfsmönnum HB Granda, sem vinna í landi, gefið leyfi frá störfum á hádegi í dag og verða því skrifstofur lokaðar eftir hádegi í dag.

Hjá HB Granda vinna nú um 900 manns á sjó og í landi. Að sögn Elvu Jónu Gylfadóttur, starfsþróunarstjóra hjá félaginu, eru konur í meirihluta starfsmanna HB Granda ef litið er á störf í landi. Að teknu tilliti til þeirra sjómanna, sem vinna hjá félaginu, er hlutfall kvenna af heildarstarfsmannafjölda um 35%.

Sem fyrr segir verður þessa merka áfanga i jafnréttisbaráttu Íslendinga minnst í dag með fjölbreyttum hætti.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir