FréttirSkrá á póstlista

04.06.2015

Fjölskylduhátíð HB Granda við Norðurgarð á Sjómannadaginn

Til að fagna Sjómannadeginum, sem er n.k. sunnudag, verður boðið til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda á athafnasvæði félagsins við Norðurgarð í Reykjavík.

Dagskrá fjölskylduhátíðarinnar er vegleg líkt og undanfarin ár. Þeir sem koma fram eru m.a. Latibær, Lína Langsokkur og Skoppa og Skrítla. Auk þess verður flökunarkeppni þar sem landsþekktir einstaklingar taka þátt.

Boðið verður upp á humarsúpu, þorskbita, kökur, snúða, kleinur og popp. Einar Einstaki verður með spilagaldra og HB Grandi gefur spilastokka. Á svæðinu verður stultufólk frá Sirkusi Íslands og boðið verður upp á andlitsmálningu. Leiktæki verða fyrir börn á öllum aldri og fjörug dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Líkt og undanfarin ár verður hátíðarsvæðið við Norðurgarð opnað kl. 13:00.

Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.hbgrandi.is/sjomannadagur.

Það verður mikið um að vera á hafnarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur um helgina, allt frá Grandagarði að Hörpu, í tilefni af Hátíð hafsins. Hátíðin er haldin á vegum Faxaflóahafna og Sjómannadagsráðs Reykjavíkur en fjöldi annarra aðila kemur að skipulagningu hátíðardagskrárinnar.

Nánari upplýsingar um dagskrá Hátíð Hafsins má finna hér: http://hatidhafsins.is/ og dagskrá í Hörpu hér: http://harpa.is/dagskra/hatid-hafsins-fagnad-i-horpu.Nýjustu fréttir

Allar fréttir