FréttirSkrá á póstlista

01.06.2015

Velheppnuð móttökuathöfn á Vopnafirði

Það var mikið um dýrðir á Vopnafirði í kjölfar heimkomu uppsjávarveiðiskipsins Venusar NS. Boðið var til sérstakrar móttöku fyrir íbúa Vopnafjarðarhrepps og aðra gesti sl. miðvikudag og liður í því var kynning á skipinu sjálfu og uppsjávarvinnslunni sem HB Grandi hefur byggt upp á Vopnafirði.

Talið er að um 400 manns hafi sótt móttökuathöfnina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem á árum áður var framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufélagsins Tanga hf. á Vopnafirði, bauð gesti velkomna en aðrir, sem tóku til máls, voru Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri, Birna Loftsdóttir, sem gaf skipinu nafnið, og Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur í Hofsprestakalli. Meðal gesta voru þingmenn kjördæmisins, þau Þórunn Egilsdóttir og Kristján L. Möller, en óvissa með dagskrá Alþingis varð til þess að fleiri þingmenn áttu ekki heimangengt.

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir