FréttirSkrá á póstlista

19.05.2015

Samið um sölu á Faxa RE og Ingunni AK

Vílhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, telur að salan á Faxa RE og Ingunni AK, ásamt 0,67% af heimildum til veiða á loðnu og veiðarfærum til togveiða, sé bæði seljanda og kaupenda, Vinnslustöðinni, til hagsbóta.

Faxi og Ingunn eru uppsjávarveiðiskip. Ingunn var nýsmíðaverkefni HB og kom til landsins árið 2000. Faxamjöl, sem síðan rann saman við HB Granda, keypti Faxa sem þá hét Kap af Vinnslustöðinni árið 1996 ásamt 0,5% aflahlutdeildar í loðnu. Faxi var smiðaður 1987 en fór í miklar endurbætur árið 2000 þar sem skipið var meðal annars lengt og skipt um aðalvél. Árið 2012 var síðan sett nýtt öflugt RSW kælikerfi í Faxa. 

Við þessi viðskipti minnkar aflahlutdeild HB Granda í loðnu úr 18,67% í 18,0% en hlutdeild Vinnslustöðvarinnar eykst að sama skapi.

Ingunn verður afhent Vinnslustöðinni 3. júlí nk. og Faxi um miðjan desember nk. Venus NS, fyrsta skip HB Granda í fimm skipa nýsmíðaverkefni, kemur til heimahafnar á Vopnafirði um næstu helgi og fer skipið til veiða á kolmunna seinni hluta næstu viku.

Seinna uppsjávarskipið sem félagið er með í smíðum í Tyrklandi, Víkingur AK, mun væntanlega koma til landsins í desember næstkomandi og miðast afhending Faxa við það. Lundey, sem er þriðja uppsjávarveiðiskip félagsins í dag, var lagt fyrr í vikunni.  Afhending Ingunnar í byrjun júlí verður hins vegar til þess að væntanlega mun félagið gera Lundey út í sumar til veiða norsk-íslenskri sild og makríl ásamt Faxa og Venusi. Ráðgert er að áhöfn Ingunnar flytjist yfir á Lundey þar til Víkingur kemur til landsins.

Til framtíðar hyggst félagið eingöngu gera út tvö skip til uppsjávarveiða Venus og Víking.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir