FréttirSkrá á póstlista

27.04.2015

Samningur um fastar bónusgreiðslur

Gengið hefur verið frá samningi við fiskvinnslufólk HB Granda í Reykjavík, Akranesi og Vopnafirði um fastar bónusgreiðslur.

Fiskvinnslufólki félagsins leggst til ákveðin krónutala á alla unna tíma. Fyrir samninginn lagðist sama krónutala, 356 kr/klst við hjá öllum. Eftir samninginn sem tók gildi 24. apríl síðastliðinn fær fiskvinnslufólk á fyrsta starfsári hjá félaginu 500 kr/klst í fastan bónus, 575 kr/klst eftir 1 ár, 600 kr/klst eftir 3 ár, 625 kr/klst eftir 5 ár og 650 kr/klst eftir 7 ár.

Hækkunin á þessum föstu greiðslum nemur frá 40% og upp í tæp 86%. Laun fyrir unna dagvinnu hækka því frá 9,3%-18,0% eftir starfsaldri.

Laun fiskvinnslufólks félagsins, um 400 manns, fyrir unna dagvinnu hækka án álagsgreiðslna að meðaltali úr um 286.000 kr á mánuði í um 325.000 kr á mánuði eða um 13,6%.

 
Myndin: Kristján Guðjónsson og Steinunn Zoega, trúnaðarmenn á Vopnafirði, fylgjast með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, undirrita samninginn. Mynd/HB Grandi.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir