FréttirSkrá á póstlista

22.04.2015

Sjávarútvegssýningin í Brussel fer vel af stað

,,Það má segja að þessi fyrsti sýningardagur hafi gengið framar vonum. Sýningin er, eins og jafnan, mjög vel heppnuð og við höfum fengið mjög góðar móttökur og hrós fyrir sýningarbásinn okkar. Hann þykir bjartur og fallegur. Helsti kosturinn við hann er sá við getum tekið enn betur á móti okkar viðskiptavinum og í betra næði.“

Þetta segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, en hann er nú staddur í Brussel ásamt 23 öðrum starfsmönnum félagsins vegna Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningar heims sem hófst þar í dag. Hinn nýi sýningarbás HB Granda er tvöfalt stærri en félagið hefur áður haft yfir að ráða og er nr. 1533 í sýningarhöll 7.

,,Í dag kom Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Brussel, í heimsókn á sýningarbásinn í fylgd með Andra Júlíussyni, sendiráðsritara, Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, og Guðnýju Káradóttur, sem er forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu og einnig  markaðsstjóri Iceland Responsible Fisheries. Sendiherrann var áhugasöm um það sem HB Grandi er að gera og ekki síst það hvernig staðið er að markaðsstarfinu,“ sagði Brynjólfur Eyjólfsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir