FréttirSkrá á póstlista

25.03.2015

Lánveiting til dótturfélags í Síle

HB Grandi hefur gengið frá lánssamningi þar sem félagið lánar dótturfélagi sínu, Grandi Limitada í Síle alls USD 8.014.000. Lánsfjárhæðin verður lánuð áfram til Deris S.A. í Síle, en Grandi Limitada er eignarhaldsfélag um 20% eignarhlut HB Granda í eignarhaldsfélaginu Deris. Lánið mun bera 6 mánaða LIBOR vexti auk 3% álags. Láninu verður varið til fárfestinga í sjávarútvegi í Síle.

Nánari upplýsingar veitir:
Jónas Guðbjörnsson fjármálastjóri, s. 858 1031.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir