FréttirSkrá á póstlista

05.03.2015

Ottó N. Þorláksson RE aftur til veiða

Ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE er kominn aftur á veiðar eftir að hafa verið frá veiðum í rúma þrjá mánuði vegna bilunar í aðalvél. Togarinn var að veiðum suðvestur af Reykjanesi en kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Aflabrögðin hafa verið góð.


,,Við fórum í prufutúr sl. föstudag eftir viðgerðina og allt gekk svo vel að skipið tók ís sl. laugardag og í framhaldinu fór það á veiðar. Aflabrögðin hafa verið góð, aðalvélin hefur gengið án vandræða og við erum mjög ánægðir hvernig tiltókst með viðgerðina,“ segir Gísli Jónmundsson, skipayfirlitsmaður hjá HB Granda, sem hafði yfirumsjón með viðgerðinni.

Bilunin, sem varð í lok nóvembermánaðar sl., fólst í því að höfuðlega í aðalvél skipsins gaf sig. Einnig urðu skemmdir á sveifarási og öðrum vélbúnaði. Samið var við Stálsmiðjuna – Framtak að sjá um viðgerðina og brugðið var á það ráð að fá notaða vél frá Hollandi. Úr henni var hægt að nýta vélarblokkina, sveifarásinn og botnramman auk annarra hluta. Þetta er blokk frá árinu 2005 og annar vélbúnaður er frá 2002. Þetta eru því nánast nýir hlutir ef miðað er við aðalvélina úr Ottó sem er frá 1978 og búið var að keyra frá 1981.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir