FréttirSkrá á póstlista

06.02.2015

Hoffell II SU 802 á veiðar fyrir HB Granda

HB Grandi hefur gert samkomulag við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði um að skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell II, fari til loðnuveiða. Skipið mun veiða af heimildum HB Granda og landa aflanum til vinnslu ýmist á Akranesi eða Vopnafirði.

Gert er ráð fyrir Hoffell II verði komið til veiða seinni part næstu viku. Skipstjóri verður Magnús Þorvaldsson og 1. stýrimaður Gunnar Gunnarsson. Þeir eru báðir gamalreyndir skipstjórar og hafa sinnt skipstjórn fyrir HB Granda árum saman.

Aflamark HB Granda í loðnu er um 72.000 tonn og eru nú um 55.000 tonn óveidd. Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda og vill hann ekki spá neinu um hverju þessi tonn skili í verðmæti.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir