FréttirSkrá á póstlista

02.01.2015

Aflaverðmæti skipa HB Granda tæpir 15,2 milljarðar króna

Afli skipa HB Granda var 152.500 tonn á nýliðnu ári og aflaverðmætið var tæpir 15,2 milljarðar króna. Þetta er nokkur samdráttur frá árinu á undan en þá var aflinn rúmlega 188.200 tonn að verðmæti rúmlega 16,8 milljarða króna.

Skýringanna á minni afla og lægra aflaverðmæti er fyrst og fremst að leita í samdrætti í kvóta á helstu uppsjávarfisktegundum. Loðnuvertíðin var vart svipur hjá sjón miðað við árið á undan og þá voru aflaheimildir í norsk-íslensku síldinni skertar töluvert á milli ára. Hvað varðar togarana þá ber að hafa í huga að frystitogurum var fækkað um tvo. Venus HF var seldur úr landi og Helgu Maríu AK var breytt í ísfisktogara. Afli og aflaverðmæti frystitogaranna dróst því saman á meðan aukning varð hjá ísfisktogurunum.


Í meðfylgjandi töflu sést betur hvernig skiptingin var milli einstakra útgerðarflokka í samanburði við árið á undan. Vert er að taka fram að aflaverðmæti frystitogaranna er miðað við FOB verð bæði árin og sömuleiðis gætu tölur breyst örlítið við endanlegt uppgjör fyrir síðustu landanir viðkomandi togara.

 

Afli og aflaverðmæti skipa HB Granda árið 2014

2014

2013

Afli (tonn)

Verðm (þ. ISK)

Afli (tonn)

Verðm (þ. ISK)

Uppsjávarskip

Faxi RE9

33.142

1.193.657

40.272

1.520.820

Ingunn AK 150

36.884

1.298.904

47.112

1.768.719

Lundey NS 14

32.534

1.173.878

34.477

1.300.655

Víkingur AK100

 

 

13.355

378.822

102.56

3.666.439

135.216

4.969.015

Frystitogarar

Höfrungur III AK 250

7.371

2.281.988

7.524

2.062.695

Þerney RE 101

8.321

2.435.562

8.739

2.130.811

Örfirisey RE 4

8.746

2.287.065

9.53

2.271.551

Helga María AK 16

 

 

3.701

965.403

Venus HF 519

 

 

4.447

1.167.240

24.438

7.004.615

33.941

8.597.700

Ísfisktogarar

Ásbjörn RE 50

6.071

1.115.879

6.329

1.095.593

Ottó N. Þorláksson RE 203

5.764

981.712

6.243

1.030.015

Sturlaugur H Böðvarsson AK 10

5.928

1.094.638

6.501

1.144.836

Helga María AK 16

7.759

1.312.634

 

 

25.522

4.504.862

19.073

3.270.445


 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir