FréttirSkrá á póstlista

30.12.2014

Vinnsla hefst að nýju strax eftir áramót

Fiskvinnsla hefst að nýju í fiskiðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi 2. janúar nk. en hlé var gert á vinnslunni fyrir jól. Á Vopnafirði hefur vinnsla legið niðri frá því að veiðum á íslensku sumargotssíldinni lauk í lok október sl. en vonast er til þess að þar hefjist vinnsla á loðnu fljótlega á nýju ári.

Að sögn Torfa Þorsteinssonar, deildarstjóra botnfisksviðs HB Granda, fóru ísfisktogararnir Ásbjörn RE, Sturlaugur H. Böðvarsson AK og Helga María AK á sjó eftir jólin og þeir munu sjá vinnslunum á Norðurgarði í Reykjavík og á Akranesi fyrir hráefni þegar starfsemi hefst þar að nýju eftir jóla- og áramótahlé.

Eftir að síldveiðum lauk kom til tals að uppsjávarveiðiskipin færu til kolmunnaveiða um sl. mánaðamót en ákveðið var að slá þeim veiðum á frest. Garðar Svavarsson, deildarstjóri uppsjávarsviðis HB Granda, segir að næst á dagskrá séu loðnuveiðar eftir áramótin.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir