FréttirSkrá á póstlista

22.12.2014

Starfsmenn HB Granda fjölmenntu í jólamatinn

Líkt og venja er bauð HB Grandi starfsmönnum félagsins til hádegisverðar í tilefni af jólahátíðinni. Matarveislurnar fóru fram á fimm starfsstöðvum HB Granda fyrir skemmstu.

Að vanda voru jólaveislurnar fjölsóttar. Rúmlega 600 starfsmenn tóku þátt að þessu sinni eða fleiri en nokkru sinni áður. Meðal þess sem boðið var upp á að þessu sinni, var hangikjöt, hamborgarhryggur, purusteik og síldarréttir og á öllum stöðum sáu börn og unglingar í viðkomandi sveitarfélögum um tónlistarflutning.

Starfsstöðvarnar fimm eru á þremur stöðum á landinu. Þátttakan var mest á stærsta vinnustaðnum, Norðurgarði í Reykjavík, en þar voru um 260 manns í jólaveislunni. Í landvinnslu HB Granda á Akranesi voru þátttakendur 165 talsins og um 65 manns gæddu sér á jólamatnum á hinum tveimur starfsstöðvunum á Akranesi, Norðanfiski ehf. og Vigni G. Jónssyni hf. Á Vopnafirði sátu um 125 manns matarboðið þannig að þegar á heildina er litið voru matargestirnir rúmlega 610 talsins.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir